Fyrsta Mósebók 28:20-22

Fyrsta Mósebók 28:20-22 BIBLIAN07

Þá gerði Jakob heit og mælti: „Ef Guð verður með mér og gætir mín á vegferð minni og gefur mér brauð að eta og föt að klæðast og komist ég heill á húfi aftur í hús föður míns, þá skal Drottinn vera minn Guð. Og steinn þessi, sem ég hef sett sem merkistein, skal verða mér Guðs hús og ég skal gjalda þér tíund af öllu sem þú gefur mér.“