Fyrsta Mósebók 4

4
Kain og Abel
1Adam kenndi Evu, konu sinnar. Hún varð þunguð og fæddi Kain og mælti: „Ég hef eignast sveinbarn#4.1 Hér er orðaleikur á milli sagnarinnar að eignast og nafnsins Kain. með hjálp Drottins.“
2Síðar fæddi hún Abel, bróður hans. Abel varð hjarðmaður en Kain akuryrkjumaður.
3Einhverju sinni færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. 4Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og feiti þeirra. Drottinn gaf gaum að Abel og fórn hans 5en leit ekki við Kain og fórn hans. Þá reiddist Kain mjög og varð þungur á brún. 6Drottinn sagði við Kain: „Hví reiðist þú og ert þungur á brún? 7Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni.“#4.7 Önnur hugsanleg þýðing: … en þú skalt sigrast á henni.
8Þá sagði Kain við Abel, bróður sinn: „Göngum út á akurinn.“#4.8 Þessi orð vantar í hebreska frumtextann. Hér er fylgt grísku sjötíumannaþýðingunni. Og er þeir voru á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann. 9Þá sagði Drottinn við Kain: „Hvar er Abel, bróðir þinn?“ Kain svaraði: „Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?“ 10Drottinn sagði: „Hvað hefurðu gert? Blóð Abels, bróður þíns, hrópar til mín af jörðinni. 11Þess vegna skaltu vera bölvaður og burtrekinn af jörðinni sem opnað hefur munn sinn og tekið á móti blóði bróður þíns er þú úthelltir. 12Þegar þú yrkir jörðina skal hún ekki framar gefa þér uppskeru sína. Landflótta og flakkandi skaltu vera á jörðinni.“
13Kain sagði við Drottin: „Sekt mín er meiri en svo að ég fái borið hana. 14Nú hefur þú rekið mig burt af landinu. Ég verð að fela mig fyrir augliti þínu, landflótta og flakkandi um jörðina. Þá getur hver sem finnur mig drepið mig.“ 15Drottinn sagði við Kain: „Svo skal ekki verða. Hver sem drepur Kain skal sæta sjöfaldri hefnd.“
Og Drottinn setti merki á Kain til þess að enginn sem rækist á hann dræpi hann. 16Og Kain gekk burt frá augliti Drottins og settist að í landinu Nód, fyrir austan Eden.
Ættartala Kainsniðja
17Kain kenndi konu sinnar og hún varð þunguð og fæddi Enok. Kain byggði borg og nefndi hana í höfuðið á Enok, syni sínum. 18Enok fæddist Írad. Írad gat Mehújael. Mehújael gat Metúsael. Metúsael gat Lamek. 19Lamek tók sér tvær konur. Hét önnur Ada en hin Silla.
20Ada ól Jabal. Hann varð ættfaðir þeirra sem búa í tjöldum og eiga búfé. 21Júbal hét bróðir Jabals. Hann varð ættfaðir þeirra sem leika á strengjahljóðfæri og flautur.
22Silla ól einnig son, Túbal-Kain, sem smíðaði hvers kyns verkfæri úr eir og járni. Systir Túbal-Kains hét Naama.
23Lamek sagði við konur sínar:
Ada og Silla, hlýðið á orð mín.
Konur Lameks, gefið gaum að ræðu minni.
Ég drep mann fyrir hvert sár sem ég hlýt
og ungmenni fyrir hverja skeinu.
24Verði Kains hefnt sjö sinnum
þá skal Lameks verða hefnt sjötíu og sjö sinnum.
25Adam kenndi enn konu sinnar og hún ól son og kallaði hann Set, „því að,“ sagði hún, „nú hefur Guð gefið mér annað afkvæmi í stað Abels sem Kain drap.“
26Set fæddist sonur og hann nefndi hann Enos.
Þá hófu menn að ákalla nafn Drottins.

Цяпер абрана:

Fyrsta Mósebók 4: BIBLIAN07

Пазнака

Падзяліцца

Капіяваць

None

Хочаце, каб вашыя адзнакі былі захаваны на ўсіх вашых прыладах? Зарэгіструйцеся або ўвайдзіце