Svo bar við, er Jesús var í einni borginni, að þar var maður altekinn líkþrá. Hann sá Jesú, féll fram fyrir honum og bað hann: „Drottinn, ef þú vilt getur þú hreinsað mig.“
Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“ Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin.