Og Jakob gjörði heit og mælti: “Ef Guð verður með mér og varðveitir mig á þessari ferð, sem ég nú fer, og gefur mér brauð að eta og föt að klæðast, og ef ég kemst farsællega aftur heim í hús föður míns, þá skal Drottinn vera minn Guð, og þessi steinn, sem ég hefi upp reist til merkis, skal verða Guðs hús, og ég skal færa þér tíundir af öllu, sem þú gefur mér.”