Fyrsta Mósebók 11
11
Babelsturn
1Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. 2Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. 3Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms.
4Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“
5Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt.
6Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. 7Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“
8Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. 9Af þeim sökum heitir hún Babel#11.9 Babel merkir ruglingur. að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina.
Niðjar Sems
10Þetta er ættartala Sems. Sem var hundrað ára er hann gat Arpaksad, tveimur árum eftir flóðið. 11Eftir fæðingu Arpaksads lifði Sem í fimm hundruð ár og gat syni og dætur.
12Arpaksad var þrjátíu og fimm ára er hann gat Sela. 13Eftir fæðingu Sela lifði Arpaksad í fjögur hundruð og þrjú ár og gat syni og dætur.
14Sela var þrjátíu ára er hann gat Eber. 15Eftir fæðingu Ebers lifði Sela í fjögur hundruð og þrjú ár og gat syni og dætur.
16Eber var þrjátíu og fjögurra ára er hann gat Peleg. 17Eftir fæðingu Pelegs lifði Eber í fjögur hundruð og þrjátíu ár og gat syni og dætur.
18Peleg var þrjátíu ára er hann gat Reú. 19Eftir fæðingu Reú lifði Peleg í tvö hundruð og níu ár og gat syni og dætur.
20Reú var þrjátíu og tveggja ára er hann gat Serúg. 21Eftir fæðingu Serúgs lifði Reú í tvö hundruð og sjö ár og gat syni og dætur.
22Serúg var þrjátíu ára er hann gat Nahor. 23Eftir fæðingu Nahors lifði Serúg í tvö hundruð ár og gat syni og dætur.
24Nahor var tuttugu og níu ára er hann gat Tera. 25Eftir fæðingu Tera lifði Nahor í hundrað og nítján ár og gat syni og dætur.
26Tera var sjötíu ára er hann gat Abram, Nahor og Haran.
Niðjar Tera
27Þetta er ættartala Tera: Tera gat Abram, Nahor og Haran. Og Haran gat Lot. 28Haran dó á undan Tera, föður sínum, í landi Úr í Kaldeu þar sem hann fæddist.
29Þeir Abram og Nahor tóku sér konur. Kona Abrams hét Saraí en kona Nahors Milka. Var hún dóttir Harans, föður Milku og Ísku. 30En Saraí var óbyrja. Hún átti ekki barn.
31Nú tók Tera Abram, son sinn, og Lot, sonarson sinn, son Harans, og Saraí, tengdadóttur sína, konu Abrams, sonar síns, og þau lögðu af stað frá Úr í Kaldeu áleiðis til Kanaanslands. Þau komu til Harran og settust þar að.
32Ævidagar Tera urðu tvö hundruð og fimm ár. Þá andaðist Tera í Harran.
Jelenleg kiválasztva:
Fyrsta Mósebók 11: BIBLIAN07
Kiemelés
Megosztás
Másolás
Szeretnéd, hogy a kiemeléseid minden eszközödön megjelenjenek? Regisztrálj vagy jelentkezz be
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007
Fyrsta Mósebók 11
11
Babelsturn
1Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. 2Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. 3Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms.
4Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“
5Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt.
6Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. 7Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“
8Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. 9Af þeim sökum heitir hún Babel#11.9 Babel merkir ruglingur. að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina.
Niðjar Sems
10Þetta er ættartala Sems. Sem var hundrað ára er hann gat Arpaksad, tveimur árum eftir flóðið. 11Eftir fæðingu Arpaksads lifði Sem í fimm hundruð ár og gat syni og dætur.
12Arpaksad var þrjátíu og fimm ára er hann gat Sela. 13Eftir fæðingu Sela lifði Arpaksad í fjögur hundruð og þrjú ár og gat syni og dætur.
14Sela var þrjátíu ára er hann gat Eber. 15Eftir fæðingu Ebers lifði Sela í fjögur hundruð og þrjú ár og gat syni og dætur.
16Eber var þrjátíu og fjögurra ára er hann gat Peleg. 17Eftir fæðingu Pelegs lifði Eber í fjögur hundruð og þrjátíu ár og gat syni og dætur.
18Peleg var þrjátíu ára er hann gat Reú. 19Eftir fæðingu Reú lifði Peleg í tvö hundruð og níu ár og gat syni og dætur.
20Reú var þrjátíu og tveggja ára er hann gat Serúg. 21Eftir fæðingu Serúgs lifði Reú í tvö hundruð og sjö ár og gat syni og dætur.
22Serúg var þrjátíu ára er hann gat Nahor. 23Eftir fæðingu Nahors lifði Serúg í tvö hundruð ár og gat syni og dætur.
24Nahor var tuttugu og níu ára er hann gat Tera. 25Eftir fæðingu Tera lifði Nahor í hundrað og nítján ár og gat syni og dætur.
26Tera var sjötíu ára er hann gat Abram, Nahor og Haran.
Niðjar Tera
27Þetta er ættartala Tera: Tera gat Abram, Nahor og Haran. Og Haran gat Lot. 28Haran dó á undan Tera, föður sínum, í landi Úr í Kaldeu þar sem hann fæddist.
29Þeir Abram og Nahor tóku sér konur. Kona Abrams hét Saraí en kona Nahors Milka. Var hún dóttir Harans, föður Milku og Ísku. 30En Saraí var óbyrja. Hún átti ekki barn.
31Nú tók Tera Abram, son sinn, og Lot, sonarson sinn, son Harans, og Saraí, tengdadóttur sína, konu Abrams, sonar síns, og þau lögðu af stað frá Úr í Kaldeu áleiðis til Kanaanslands. Þau komu til Harran og settust þar að.
32Ævidagar Tera urðu tvö hundruð og fimm ár. Þá andaðist Tera í Harran.
Jelenleg kiválasztva:
:
Kiemelés
Megosztás
Másolás
Szeretnéd, hogy a kiemeléseid minden eszközödön megjelenjenek? Regisztrálj vagy jelentkezz be
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007