Fyrsta Mósebók 8:21-22

Fyrsta Mósebók 8:21-22 BIBLIAN07

Og Drottinn fann sætan ilm og sagði í hjarta sínu: „Eigi mun ég framar leiða bölvun yfir jörðina vegna mannsins þótt hneigðir mannsins séu illar, allt frá æsku hans, og upp frá þessu mun ég ekki framar gereyða því sem lifir eins og ég hef gert. Svo lengi sem jörðin stendur skal hvorki linna sáningu né uppskeru, frosti né hita, sumri né vetri, degi né nóttu.“