Æska
Reiði og hatur
Reiði er nokkuð sem allir þurfa að glíma við einhvern tímann. Þessi 7 daga lestraráætlun mun gefa þér Biblíulegt sjónarhorn á reiðina, með nokkrum Biblíuversum til að lesa á hverjum degi. Lestu versin, taktu þér tíma til að skoða sjálfan þig af hreinskilni, og leyfðu Guði að tala inn í þínar aðstæður.
Dauðinn
Dauðinn er eitthvað sem allir þurfa á einhverjum tímapunkti að takast á við. Það eru margar spurningar sem geta kviknað og hrist upp í tilveru okkar. Þessi sjö daga lestraráætlun mun gefa þér stutt innlit inn í það hvað Biblían hefur að segja um að finna styrk og huggun þegar við horfumst í augu við okkar eigin dauðleika. Frekari upplýsingar má finna á www.finds.life.church
Áhyggjur
Líf okkar getur svo auðveldlega orðið uppfullt af áhyggjum og ótta við hið óþekkta. En Guð hefur gefið okkur anda hugrekkis, ekki anda ótta og hræðslu. Þessi sjö daga lestraráætlun mun kennna þér að leita til Guðs í öllum kringumstæðum. Til að losna við áhyggjur fyrir fullt og allt þurfum við að læra að setja allt okkar traust á Guð. Til að fá aðgang að meira efni um þetta málefni farðu á finds.life.church
Klæðaburður
Samfélagið leggur mikla áherslu á hvaða fötum við klæðumst. Kannski veltir þú því fyrir þér hvað Biblían hefur að segja um hvernig við lítum út og komum fram - skiptir það einhverju máli? Þessi sjö daga áætlun mun hjálpa þér að átta þig á því að það skiptir máli vegna þess að þú ert barn Guðs. Meira efni má finna á finds.life.church
Ofbeldi
Enginn hefur nokkurn tímann átt ofbeldi skilið. Guð elskar þig og þráir að þú upplifir væntumþykju og umhyggju. Engin mistök, brestir eða misskilningur getur réttlætt líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt ofbeldi. Þessi sjö daga lestraráætlun mun hjálpa þér að skilja að Guð þráir réttlæti, kærleik og þægindi fyrir hverja einustu manneskju.
Hópþrýstingur
Hópþrýstingur getur verið frábær en hann getur líka verið hræðilegur. Guð hefur kallað okkur til að lifa lífi sem er helgað honum - þess vegna skiptir það miklu máli að þekkja og skilja hans viðmið. Í þessari sjö daga lestraráætlun munt þú finna styrk til að takast á við þrýstinginn og taka skynsamlegar ákvarðanir um lífið.