Jóhannesarguðspjall 9
9
Verk Guðs opinber
1Á leið sinni sá Jesús mann sem var blindur frá fæðingu. 2Lærisveinar hans spurðu hann: „Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“
3Jesús svaraði: „Hvorki er það af því að hann hafi syndgað eða foreldrar hans heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum. 4Okkur#9.4 Annar lesháttur: Mér. ber að vinna verk þess er sendi mig meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið. 5Meðan ég er í heiminum er ég ljós heimsins.“
6Að svo mæltu skyrpti hann á jörðina, gerði leðju úr munnvatninu, strauk leðju á augu hans 7og sagði við hann: „Farðu og þvoðu þér í lauginni Sílóam.“ (Sílóam þýðir sendur.) Hann fór og þvoði sér og kom aftur sjáandi.
8Nágrannar hans og þeir sem höfðu áður séð hann ölmusumann sögðu þá: „Er þetta ekki sá er setið hefur og beðið sér ölmusu?“
9Sumir sögðu: „Sá er maðurinn,“ en aðrir sögðu: „Nei, en líkur er hann honum.“
Sjálfur sagði hann: „Ég er sá.“
10Þá sögðu þeir við hann: „Hvernig fékkst þú sjónina?“
11Hann svaraði: „Maður að nafni Jesús gerði leðju og smurði á augu mín og sagði mér að fara til Sílóam og þvo mér. Ég fór og fékk sjónina þegar ég var búinn að þvo mér.“
12Þeir sögðu við hann: „Hvar er hann?“
Hann svaraði: „Það veit ég ekki.“
13Þeir fara til faríseanna með manninn sem áður var blindur. 14En þá var hvíldardagur þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans. 15Farísearnir spurðu hann nú líka hvernig hann hefði fengið sjónina. Hann svaraði þeim: „Hann lagði leðju á augu mín, ég þvoði mér og nú sé ég.“
16Þá sögðu nokkrir farísear: „Þessi maður er ekki frá Guði fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn.“
Aðrir sögðu: „Hvernig getur syndugur maður gert þvílík tákn?“ Og ágreiningur varð með þeim.
17Þá segja þeir aftur við hinn blinda: „Hvað segir þú um hann fyrst hann opnaði augu þín?“
Hann sagði: „Hann er spámaður.“
18Farísearnir#9.18Orðrétt: Gyðingar. trúðu því ekki að hann hefði verið blindur og fengið sjón fyrr en þeir kölluðu á foreldra hans 19og spurðu þá: „Er þetta sonur ykkar sem þið segið að hafi fæðst blindur? Hvernig er hann þá orðinn sjáandi?“
20Foreldrar hans svöruðu: „Við vitum að þessi maður er sonur okkar og að hann fæddist blindur. 21En við vitum hvorki hvernig hann er nú orðinn sjáandi né hver læknaði hann. Spyrjið hann sjálfan. Hann hefur aldur til. Hann getur svarað fyrir sig.“ 22Þetta sögðu foreldrar hans af ótta við ráðamenn Gyðinga#9.22 Orðrétt: Gyðinga. því að þeir höfðu þegar samþykkt að sá skyldi samkundurækur sem játaði að Jesús væri Kristur. 23Vegna þessa sögðu foreldrar hans: „Hann hefur aldur til, spyrjið hann sjálfan.“
24Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: „Gef þú Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“
25Hann svaraði: „Ekki veit ég hvort hann er syndari. En eitt veit ég að ég, sem var blindur, er nú sjáandi.“
26Þá sögðu þeir við hann: „Hvað gerði hann við þig? Hvernig opnaði hann augu þín?“
27Hann svaraði þeim: „Ég er búinn að segja ykkur það og þið hlustuðuð ekki á það. Hví viljið þið heyra það aftur? Viljið þið líka verða lærisveinar hans?“
28Þeir atyrtu hann og sögðu: „Þú ert lærisveinn hans, við erum lærisveinar Móse. 29Við vitum að Guð talaði við Móse en við vitum ekki hvaðan þessi maður er.“
30Maðurinn svaraði þeim: „Þetta er furðulegt, að þið vitið ekki hvaðan hann er og þó opnaði hann augu mín. 31Við vitum að Guð heyrir ekki bænir syndara. Hann bænheyrir hvern þann sem er guðrækinn og fer að Guðs vilja. 32Frá alda öðli hefur ekki heyrst að nokkur hafi gert þann sjáandi sem blindur var borinn. 33Ef þessi maður væri ekki frá Guði gæti hann ekkert gert.“
34Þeir svöruðu honum: „Þú ert syndum vafinn frá fæðingu og ætlar að kenna okkur!“ Og þeir ráku hann út.
35Jesús heyrði að þeir hefðu rekið hann út. Hann fann hann og sagði við hann: „Trúir þú á Mannssoninn?“
36Hinn svaraði: „Herra, hver er sá að ég megi trúa á hann?“
37Jesús sagði við hann: „Þú hefur séð hann, hann er sá sem er nú að tala við þig.“
38En hann sagði: „Ég trúi, Drottinn,“ og féll fram fyrir honum.
39Jesús sagði: „Til dóms er ég kominn í þennan heim, til þess að blindir sjái og sjáandi verði blindir.“
40Þetta heyrðu þeir farísear sem með honum voru og spurðu: „Erum við þá líka blindir?“
41Jesús sagði við þá: „Ef þið væruð blindir væruð þið án sakar. En nú segist þið vera sjáandi, því varir sök ykkar.“
Attualmente Selezionati:
Jóhannesarguðspjall 9: BIBLIAN07
Evidenziazioni
Condividi
Copia
Vuoi avere le tue evidenziazioni salvate su tutti i tuoi dispositivi?Iscriviti o accedi
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007
Jóhannesarguðspjall 9
9
Verk Guðs opinber
1Á leið sinni sá Jesús mann sem var blindur frá fæðingu. 2Lærisveinar hans spurðu hann: „Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“
3Jesús svaraði: „Hvorki er það af því að hann hafi syndgað eða foreldrar hans heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum. 4Okkur#9.4 Annar lesháttur: Mér. ber að vinna verk þess er sendi mig meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið. 5Meðan ég er í heiminum er ég ljós heimsins.“
6Að svo mæltu skyrpti hann á jörðina, gerði leðju úr munnvatninu, strauk leðju á augu hans 7og sagði við hann: „Farðu og þvoðu þér í lauginni Sílóam.“ (Sílóam þýðir sendur.) Hann fór og þvoði sér og kom aftur sjáandi.
8Nágrannar hans og þeir sem höfðu áður séð hann ölmusumann sögðu þá: „Er þetta ekki sá er setið hefur og beðið sér ölmusu?“
9Sumir sögðu: „Sá er maðurinn,“ en aðrir sögðu: „Nei, en líkur er hann honum.“
Sjálfur sagði hann: „Ég er sá.“
10Þá sögðu þeir við hann: „Hvernig fékkst þú sjónina?“
11Hann svaraði: „Maður að nafni Jesús gerði leðju og smurði á augu mín og sagði mér að fara til Sílóam og þvo mér. Ég fór og fékk sjónina þegar ég var búinn að þvo mér.“
12Þeir sögðu við hann: „Hvar er hann?“
Hann svaraði: „Það veit ég ekki.“
13Þeir fara til faríseanna með manninn sem áður var blindur. 14En þá var hvíldardagur þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans. 15Farísearnir spurðu hann nú líka hvernig hann hefði fengið sjónina. Hann svaraði þeim: „Hann lagði leðju á augu mín, ég þvoði mér og nú sé ég.“
16Þá sögðu nokkrir farísear: „Þessi maður er ekki frá Guði fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn.“
Aðrir sögðu: „Hvernig getur syndugur maður gert þvílík tákn?“ Og ágreiningur varð með þeim.
17Þá segja þeir aftur við hinn blinda: „Hvað segir þú um hann fyrst hann opnaði augu þín?“
Hann sagði: „Hann er spámaður.“
18Farísearnir#9.18Orðrétt: Gyðingar. trúðu því ekki að hann hefði verið blindur og fengið sjón fyrr en þeir kölluðu á foreldra hans 19og spurðu þá: „Er þetta sonur ykkar sem þið segið að hafi fæðst blindur? Hvernig er hann þá orðinn sjáandi?“
20Foreldrar hans svöruðu: „Við vitum að þessi maður er sonur okkar og að hann fæddist blindur. 21En við vitum hvorki hvernig hann er nú orðinn sjáandi né hver læknaði hann. Spyrjið hann sjálfan. Hann hefur aldur til. Hann getur svarað fyrir sig.“ 22Þetta sögðu foreldrar hans af ótta við ráðamenn Gyðinga#9.22 Orðrétt: Gyðinga. því að þeir höfðu þegar samþykkt að sá skyldi samkundurækur sem játaði að Jesús væri Kristur. 23Vegna þessa sögðu foreldrar hans: „Hann hefur aldur til, spyrjið hann sjálfan.“
24Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: „Gef þú Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“
25Hann svaraði: „Ekki veit ég hvort hann er syndari. En eitt veit ég að ég, sem var blindur, er nú sjáandi.“
26Þá sögðu þeir við hann: „Hvað gerði hann við þig? Hvernig opnaði hann augu þín?“
27Hann svaraði þeim: „Ég er búinn að segja ykkur það og þið hlustuðuð ekki á það. Hví viljið þið heyra það aftur? Viljið þið líka verða lærisveinar hans?“
28Þeir atyrtu hann og sögðu: „Þú ert lærisveinn hans, við erum lærisveinar Móse. 29Við vitum að Guð talaði við Móse en við vitum ekki hvaðan þessi maður er.“
30Maðurinn svaraði þeim: „Þetta er furðulegt, að þið vitið ekki hvaðan hann er og þó opnaði hann augu mín. 31Við vitum að Guð heyrir ekki bænir syndara. Hann bænheyrir hvern þann sem er guðrækinn og fer að Guðs vilja. 32Frá alda öðli hefur ekki heyrst að nokkur hafi gert þann sjáandi sem blindur var borinn. 33Ef þessi maður væri ekki frá Guði gæti hann ekkert gert.“
34Þeir svöruðu honum: „Þú ert syndum vafinn frá fæðingu og ætlar að kenna okkur!“ Og þeir ráku hann út.
35Jesús heyrði að þeir hefðu rekið hann út. Hann fann hann og sagði við hann: „Trúir þú á Mannssoninn?“
36Hinn svaraði: „Herra, hver er sá að ég megi trúa á hann?“
37Jesús sagði við hann: „Þú hefur séð hann, hann er sá sem er nú að tala við þig.“
38En hann sagði: „Ég trúi, Drottinn,“ og féll fram fyrir honum.
39Jesús sagði: „Til dóms er ég kominn í þennan heim, til þess að blindir sjái og sjáandi verði blindir.“
40Þetta heyrðu þeir farísear sem með honum voru og spurðu: „Erum við þá líka blindir?“
41Jesús sagði við þá: „Ef þið væruð blindir væruð þið án sakar. En nú segist þið vera sjáandi, því varir sök ykkar.“
Attualmente Selezionati:
:
Evidenziazioni
Condividi
Copia
Vuoi avere le tue evidenziazioni salvate su tutti i tuoi dispositivi?Iscriviti o accedi
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007