Lúkasarguðspjall 23
23
Fyrir Pílatusi
1Þá stóð upp allur skarinn og færði hann fyrir Pílatus. 2Þeir tóku að ákæra hann og sögðu: “Vér höfum komist að raun um, að þessi maður leiðir þjóð vora afvega, hann bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur, konungur.”
3Pílatus spurði hann þá: “Ert þú konungur Gyðinga?”
Jesús svaraði: “Þú segir það.”
4Pílatus sagði við æðstu prestana og fólkið: “Enga sök finn ég hjá þessum manni.”
5En þeir urðu því ákafari og sögðu: “Hann æsir upp lýðinn með því, sem hann kennir í allri Júdeu, hann byrjaði í Galíleu og er nú kominn hingað.”
Fyrir Heródesi
6Þegar Pílatus heyrði þetta, spurði hann, hvort maðurinn væri Galílei. 7Og er hann varð þess vís, að hann var úr umdæmi Heródesar, sendi hann hann til Heródesar, er þá var og í Jerúsalem á þeim dögum.
8En Heródes varð næsta glaður, er hann sá Jesú, því hann hafði lengi langað að sjá hann, þar eð hann hafði heyrt frá honum sagt. Vænti hann nú að sjá hann gjöra eitthvert tákn. 9Hann spurði Jesú á marga vegu, en hann svaraði honum engu. 10Æðstu prestarnir og fræðimennirnir stóðu þar og ákærðu hann harðlega. 11En Heródes óvirti hann og spottaði ásamt hermönnum sínum, lagði yfir hann skínandi klæði og sendi hann aftur til Pílatusar. 12Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir, en áður var fjandskapur með þeim.
Dæmdur til dauða
13Pílatus kallaði nú saman æðstu prestana, höfðingjana og fólkið 14og mælti við þá: “Þér hafið fært mér þennan mann og sagt hann leiða fólkið afvega. Nú hef ég yfirheyrt manninn í yðar viðurvist, en enga þá sök fundið hjá honum, er þér ákærið hann um. 15Ekki heldur Heródes, því hann sendi hann aftur til vor. Ljóst er, að hann hefur ekkert það drýgt, er dauða sé vert. 16Ætla ég því að hirta hann og láta lausan.” [17En skylt var honum að gefa þeim lausan einn bandingja á hverri hátíð.]
18En þeir æptu allir: “Burt með hann, gef oss Barabbas lausan!” 19En honum hafði verið varpað í fangelsi fyrir upphlaup nokkurt, sem varð í borginni, og manndráp.
20Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan. 21En þeir æptu á móti: “Krossfestu, krossfestu hann!”
22Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá: “Hvað illt hefur þá þessi maður gjört? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum. Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan.”
23En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu, að hann yrði krossfestur. Og hróp þeirra tóku yfir.
24Þá ákvað Pílatus, að kröfu þeirra skyldi fullnægt. 25Hann gaf lausan þann, er þeir báðu um og varpað hafði verið í fangelsi fyrir upphlaup og manndráp, en Jesú framseldi hann, að þeir færu með hann sem þeir vildu.
Krossfestur
26Þegar þeir leiddu hann út, tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann, að hann bæri hann eftir Jesú.
27En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna, er hörmuðu hann og grétu. 28Jesús sneri sér að þeim og mælti: “Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar. 29Því þeir dagar koma, er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf, er aldrei fæddu, og þau brjóst, sem engan nærðu.
30Þá munu menn segja við fjöllin:
Hrynjið yfir oss!
og við hálsana:
Hyljið oss!
31Því að sé þetta gjört við hið græna tréð, hvað mun þá verða um hið visna?”
32Með honum voru og færðir til lífláts aðrir tveir, sem voru illvirkjar. 33Og er þeir komu til þess staðar, sem heitir Hauskúpa, krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri. 34Þá sagði Jesús: “Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.”
En þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér. 35Fólkið stóð og horfði á, og höfðingjarnir gjörðu gys að honum og sögðu: “Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálfum sér, ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi.”
36Eins hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik 37og sögðu: “Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér.”
38Yfirskrift var yfir honum: ÞESSI ER KONUNGUR GYÐINGA.
39Annar þeirra illvirkja, sem upp voru festir, hæddi hann og sagði: “Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!”
40En hinn ávítaði hann og sagði: “Hræðist þú ekki einu sinni Guð, og ert þó undir sama dómi? 41Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gjörðir okkar, en þessi hefur ekkert illt aðhafst.” 42Þá sagði hann: “Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!”
43Og Jesús sagði við hann: “Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.”
Faðir, í þínar hendur
44Og nú var nær hádegi og myrkur varð um allt land til nóns, 45því sólin missti birtu sinnar. En fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju. 46Þá kallaði Jesús hárri röddu: “Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!” Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann.
47Þegar hundraðshöfðinginn sá það, er við bar, vegsamaði hann Guð og sagði: “Sannarlega var þessi maður réttlátur.”
48Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og barði sér á brjóst og hvarf frá. 49En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta.
Lagður í gröf
50Maður er nefndur Jósef. Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís 51og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis. 52Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú, 53tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður. 54Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd.
55Konur þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður. 56Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl.
Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.
Šiuo metu pasirinkta:
Lúkasarguðspjall 23: BIBLIAN81
Paryškinti
Dalintis
Kopijuoti
Norite, kad paryškinimai būtų įrašyti visuose jūsų įrenginiuose? Prisijunkite arba registruokitės
Icelandic Bible © Icelandic Bible Society, 1981.
Lúkasarguðspjall 23
23
Fyrir Pílatusi
1Þá stóð upp allur skarinn og færði hann fyrir Pílatus. 2Þeir tóku að ákæra hann og sögðu: “Vér höfum komist að raun um, að þessi maður leiðir þjóð vora afvega, hann bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur, konungur.”
3Pílatus spurði hann þá: “Ert þú konungur Gyðinga?”
Jesús svaraði: “Þú segir það.”
4Pílatus sagði við æðstu prestana og fólkið: “Enga sök finn ég hjá þessum manni.”
5En þeir urðu því ákafari og sögðu: “Hann æsir upp lýðinn með því, sem hann kennir í allri Júdeu, hann byrjaði í Galíleu og er nú kominn hingað.”
Fyrir Heródesi
6Þegar Pílatus heyrði þetta, spurði hann, hvort maðurinn væri Galílei. 7Og er hann varð þess vís, að hann var úr umdæmi Heródesar, sendi hann hann til Heródesar, er þá var og í Jerúsalem á þeim dögum.
8En Heródes varð næsta glaður, er hann sá Jesú, því hann hafði lengi langað að sjá hann, þar eð hann hafði heyrt frá honum sagt. Vænti hann nú að sjá hann gjöra eitthvert tákn. 9Hann spurði Jesú á marga vegu, en hann svaraði honum engu. 10Æðstu prestarnir og fræðimennirnir stóðu þar og ákærðu hann harðlega. 11En Heródes óvirti hann og spottaði ásamt hermönnum sínum, lagði yfir hann skínandi klæði og sendi hann aftur til Pílatusar. 12Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir, en áður var fjandskapur með þeim.
Dæmdur til dauða
13Pílatus kallaði nú saman æðstu prestana, höfðingjana og fólkið 14og mælti við þá: “Þér hafið fært mér þennan mann og sagt hann leiða fólkið afvega. Nú hef ég yfirheyrt manninn í yðar viðurvist, en enga þá sök fundið hjá honum, er þér ákærið hann um. 15Ekki heldur Heródes, því hann sendi hann aftur til vor. Ljóst er, að hann hefur ekkert það drýgt, er dauða sé vert. 16Ætla ég því að hirta hann og láta lausan.” [17En skylt var honum að gefa þeim lausan einn bandingja á hverri hátíð.]
18En þeir æptu allir: “Burt með hann, gef oss Barabbas lausan!” 19En honum hafði verið varpað í fangelsi fyrir upphlaup nokkurt, sem varð í borginni, og manndráp.
20Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan. 21En þeir æptu á móti: “Krossfestu, krossfestu hann!”
22Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá: “Hvað illt hefur þá þessi maður gjört? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum. Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan.”
23En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu, að hann yrði krossfestur. Og hróp þeirra tóku yfir.
24Þá ákvað Pílatus, að kröfu þeirra skyldi fullnægt. 25Hann gaf lausan þann, er þeir báðu um og varpað hafði verið í fangelsi fyrir upphlaup og manndráp, en Jesú framseldi hann, að þeir færu með hann sem þeir vildu.
Krossfestur
26Þegar þeir leiddu hann út, tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann, að hann bæri hann eftir Jesú.
27En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna, er hörmuðu hann og grétu. 28Jesús sneri sér að þeim og mælti: “Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar. 29Því þeir dagar koma, er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf, er aldrei fæddu, og þau brjóst, sem engan nærðu.
30Þá munu menn segja við fjöllin:
Hrynjið yfir oss!
og við hálsana:
Hyljið oss!
31Því að sé þetta gjört við hið græna tréð, hvað mun þá verða um hið visna?”
32Með honum voru og færðir til lífláts aðrir tveir, sem voru illvirkjar. 33Og er þeir komu til þess staðar, sem heitir Hauskúpa, krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri. 34Þá sagði Jesús: “Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.”
En þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér. 35Fólkið stóð og horfði á, og höfðingjarnir gjörðu gys að honum og sögðu: “Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálfum sér, ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi.”
36Eins hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik 37og sögðu: “Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér.”
38Yfirskrift var yfir honum: ÞESSI ER KONUNGUR GYÐINGA.
39Annar þeirra illvirkja, sem upp voru festir, hæddi hann og sagði: “Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!”
40En hinn ávítaði hann og sagði: “Hræðist þú ekki einu sinni Guð, og ert þó undir sama dómi? 41Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gjörðir okkar, en þessi hefur ekkert illt aðhafst.” 42Þá sagði hann: “Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!”
43Og Jesús sagði við hann: “Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.”
Faðir, í þínar hendur
44Og nú var nær hádegi og myrkur varð um allt land til nóns, 45því sólin missti birtu sinnar. En fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju. 46Þá kallaði Jesús hárri röddu: “Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!” Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann.
47Þegar hundraðshöfðinginn sá það, er við bar, vegsamaði hann Guð og sagði: “Sannarlega var þessi maður réttlátur.”
48Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og barði sér á brjóst og hvarf frá. 49En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta.
Lagður í gröf
50Maður er nefndur Jósef. Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís 51og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis. 52Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú, 53tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður. 54Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd.
55Konur þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður. 56Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl.
Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.
Šiuo metu pasirinkta:
:
Paryškinti
Dalintis
Kopijuoti
Norite, kad paryškinimai būtų įrašyti visuose jūsų įrenginiuose? Prisijunkite arba registruokitės
Icelandic Bible © Icelandic Bible Society, 1981.