1
Lúkasarguðspjall 6:38
Biblían (1981)
Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.”
Krahaso
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:38
2
Lúkasarguðspjall 6:45
Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:45
3
Lúkasarguðspjall 6:35
Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:35
4
Lúkasarguðspjall 6:36
Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:36
5
Lúkasarguðspjall 6:37
Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:37
6
Lúkasarguðspjall 6:27-28
En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður, blessið þá, sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:27-28
7
Lúkasarguðspjall 6:31
Og svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:31
8
Lúkasarguðspjall 6:29-30
Slái þig einhver á kinnina, skaltu og bjóða hina, og taki einhver yfirhöfn þína, skaltu ekki varna honum að taka kyrtilinn líka. Gef þú hverjum sem biður þig, og þann, sem tekur þitt frá þér, skaltu eigi krefja.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:29-30
9
Lúkasarguðspjall 6:43
Því að ekki er til gott tré, er beri slæman ávöxt, né heldur slæmt tré, er beri góðan ávöxt.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:43
10
Lúkasarguðspjall 6:44
En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni.
Eksploroni Lúkasarguðspjall 6:44
Kreu
Bibla
Plane
Video