Jóhannesarguðspjall 2
2
Fyrsta táknið
1Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar. 2Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans. 3En er vín þraut segir móðir Jesú við hann: “Þeir hafa ekki vín.”
4Jesús svarar: “Hvað varðar það mig og þig, kona? Minn tími er ekki enn kominn.”
5Móðir hans sagði þá við þjónana: “Gjörið það, sem hann kann að segja yður.”
6Nú voru þar sex vatnsker úr steini samkvæmt reglum Gyðinga um hreinsun, og tók hvert þeirra tvo mæla eða þrjá. 7Jesús segir við þá: “Fyllið kerin vatni.” Þeir fylltu þau á barma. 8Síðan segir hann: “Ausið nú af og færið veislustjóra.” Þeir gjörðu svo. 9Veislustjóri bragðaði vatnið, sem var orðið vín, og vissi ekki, hvaðan það var, en þjónarnir, sem vatnið höfðu ausið, vissu það. Þá kallaði veislustjóri á brúðgumann 10og sagði: “Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara, er menn gjörast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú.”
11Þetta fyrsta tákn sitt gjörði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína, og lærisveinar hans trúðu á hann.
12Eftir þetta fór hann ofan til Kapernaum ásamt móður sinni, bræðrum og lærisveinum. Þar voru þau nokkra daga.
Jesús, nýtt musteri
13Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem. 14Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar. 15Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra, 16og við dúfnasalana sagði hann: “Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð.” 17Lærisveinum hans kom í hug, að ritað er: “Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp.”
18Gyðingar sögðu þá við hann: “Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?”
19Jesús svaraði þeim: “Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum.”
20Þá sögðu Gyðingar: “Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!”
21En hann var að tala um musteri líkama síns. 22Þegar hann var risinn upp frá dauðum, minntust lærisveinar hans, að hann hafði sagt þetta, og trúðu ritningunni og orðinu, sem Jesús hafði talað.
23Meðan hann var í Jerúsalem á páskahátíðinni, fóru margir að trúa á nafn hans, því þeir sáu þau tákn, sem hann gjörði. 24En Jesús gaf þeim ekki trúnað sinn, því hann þekkti alla. 25Hann þurfti þess ekki, að neinn bæri öðrum manni vitni; hann vissi sjálfur, hvað í manni býr.
Aktualisht i përzgjedhur:
Jóhannesarguðspjall 2: BIBLIAN81
Thekso
Ndaje
Copy
A doni që theksimet tuaja të jenë të ruajtura në të gjitha pajisjet që keni? Regjistrohu ose hyr
Icelandic Bible © Icelandic Bible Society, 1981.
Jóhannesarguðspjall 2
2
Fyrsta táknið
1Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar. 2Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans. 3En er vín þraut segir móðir Jesú við hann: “Þeir hafa ekki vín.”
4Jesús svarar: “Hvað varðar það mig og þig, kona? Minn tími er ekki enn kominn.”
5Móðir hans sagði þá við þjónana: “Gjörið það, sem hann kann að segja yður.”
6Nú voru þar sex vatnsker úr steini samkvæmt reglum Gyðinga um hreinsun, og tók hvert þeirra tvo mæla eða þrjá. 7Jesús segir við þá: “Fyllið kerin vatni.” Þeir fylltu þau á barma. 8Síðan segir hann: “Ausið nú af og færið veislustjóra.” Þeir gjörðu svo. 9Veislustjóri bragðaði vatnið, sem var orðið vín, og vissi ekki, hvaðan það var, en þjónarnir, sem vatnið höfðu ausið, vissu það. Þá kallaði veislustjóri á brúðgumann 10og sagði: “Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara, er menn gjörast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú.”
11Þetta fyrsta tákn sitt gjörði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína, og lærisveinar hans trúðu á hann.
12Eftir þetta fór hann ofan til Kapernaum ásamt móður sinni, bræðrum og lærisveinum. Þar voru þau nokkra daga.
Jesús, nýtt musteri
13Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem. 14Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar. 15Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra, 16og við dúfnasalana sagði hann: “Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð.” 17Lærisveinum hans kom í hug, að ritað er: “Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp.”
18Gyðingar sögðu þá við hann: “Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?”
19Jesús svaraði þeim: “Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum.”
20Þá sögðu Gyðingar: “Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!”
21En hann var að tala um musteri líkama síns. 22Þegar hann var risinn upp frá dauðum, minntust lærisveinar hans, að hann hafði sagt þetta, og trúðu ritningunni og orðinu, sem Jesús hafði talað.
23Meðan hann var í Jerúsalem á páskahátíðinni, fóru margir að trúa á nafn hans, því þeir sáu þau tákn, sem hann gjörði. 24En Jesús gaf þeim ekki trúnað sinn, því hann þekkti alla. 25Hann þurfti þess ekki, að neinn bæri öðrum manni vitni; hann vissi sjálfur, hvað í manni býr.
Aktualisht i përzgjedhur:
:
Thekso
Ndaje
Copy
A doni që theksimet tuaja të jenë të ruajtura në të gjitha pajisjet që keni? Regjistrohu ose hyr
Icelandic Bible © Icelandic Bible Society, 1981.