Logoja YouVersion
Ikona e kërkimit

Lúkasarguðspjall 4:9-12

Lúkasarguðspjall 4:9-12 BIBLIAN81

Þá fór hann með hann til Jerúsalem, setti hann á brún musterisins og sagði við hann: “Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér hér ofan, því að ritað er: Hann mun fela englum sínum að gæta þín og: þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini.” Jesús svaraði honum: “Sagt hefur verið: ‘Ekki skalt þú freista Drottins, Guðs þíns.’”