Andinn sagði þá við Filippus: „Gakk að þessum vagni og vertu sem næst honum.“ Filippus skundaði þangað og heyrði manninn vera að lesa Jesaja spámann. Hann spurði: „Hvort skilur þú það sem þú ert að lesa?“
Hinn svaraði: „Hvernig ætti ég að geta það ef enginn leiðbeinir mér?“ Og hann bað Filippus stíga upp í og setjast hjá sér.