Þá fór Ananías af stað, gekk inn í húsið og lagði hendur yfir hann og mælti: „Sál, bróðir, Drottinn Jesús hefur sent mig, sá er birtist þér á leið þinni hingað. Þú átt að fá aftur sjón þína og fyllast heilögum anda.“ Jafnskjótt var sem hreistur félli af augum hans, hann fékk aftur sjónina, stóð upp og lét þegar skírast.