En er konan sá að hún fékk eigi dulist kom hún skjálfandi, féll til fóta Jesú og skýrði frá því í áheyrn alls fólksins hvers vegna hún snart hann og hvernig hún hafði jafnskjótt læknast. Jesús sagði þá við hana: „Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði.“