1
Fyrsta Mósebók 32:28
Biblían (1981)
Þá mælti hann: “Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur.”
Compare
Explore Fyrsta Mósebók 32:28
2
Fyrsta Mósebók 32:26
Þá mælti hinn: “Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún.” En hann svaraði: “Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig.”
Explore Fyrsta Mósebók 32:26
3
Fyrsta Mósebók 32:24
Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann, uns dagsbrún rann upp.
Explore Fyrsta Mósebók 32:24
4
Fyrsta Mósebók 32:30
Og Jakob nefndi þennan stað Peníel, “því að ég hefi,” kvað hann, “séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi.”
Explore Fyrsta Mósebók 32:30
5
Fyrsta Mósebók 32:25
Og er hann sá, að hann gat ekki fellt hann, laust hann hann á mjöðmina, svo að Jakob gekk úr augnakörlunum, er hann glímdi við hann.
Explore Fyrsta Mósebók 32:25
6
Fyrsta Mósebók 32:27
Þá sagði hann við hann: “Hvað heitir þú?” Hann svaraði: “Jakob.”
Explore Fyrsta Mósebók 32:27
7
Fyrsta Mósebók 32:29
Og Jakob spurði hann og mælti: “Seg mér heiti þitt.” En hann svaraði: “Hvers vegna spyr þú mig að heiti?” Og hann blessaði hann þar.
Explore Fyrsta Mósebók 32:29
8
Fyrsta Mósebók 32:10
ómaklegur er ég allrar þeirrar miskunnar og allrar þeirrar trúfesti, sem þú hefir auðsýnt þjóni þínum. Því að með stafinn minn einn fór ég þá yfir Jórdan, en nú á ég yfir tveim flokkum að ráða.
Explore Fyrsta Mósebók 32:10
9
Fyrsta Mósebók 32:32
Fyrir því eta Ísraelsmenn allt til þessa dags ekki sinina, sem er ofan á augnakarlinum, því að hann hitti mjöðm Jakobs þar sem sinin er undir.
Explore Fyrsta Mósebók 32:32
10
Fyrsta Mósebók 32:9
Og Jakob sagði: “Guð Abrahams föður míns og Guð Ísaks föður míns, Drottinn, þú sem sagðir við mig: ‘Hverf heim aftur til lands þíns og til ættfólks þíns, og ég mun gjöra vel við þig,’
Explore Fyrsta Mósebók 32:9
11
Fyrsta Mósebók 32:11
Æ, frelsa mig undan valdi bróður míns, undan valdi Esaú, því að ég óttast hann, að hann komi og höggvi oss niður sem hráviði.
Explore Fyrsta Mósebók 32:11
Home
Bible
Plans
Videos