1
Fyrsta Mósebók 3:6
Biblían (2007)
Þá sá konan að tréð var gott af að eta, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks. Hún tók af ávexti þess og át og gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át.
Vergleichen
Studiere Fyrsta Mósebók 3:6
2
Fyrsta Mósebók 3:1
Höggormurinn var slóttugri en öll dýr merkurinnar sem Drottinn Guð hafði gert. Hann sagði við konuna: „Er það satt að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum?“
Studiere Fyrsta Mósebók 3:1
3
Fyrsta Mósebók 3:15
Ég set fjandskap milli þín og konunnar og milli þíns niðja og hennar niðja. Hann skal merja höfuð þitt og þú skalt höggva hann í hælinn.
Studiere Fyrsta Mósebók 3:15
4
Fyrsta Mósebók 3:16
Við konuna sagði hann: Mikla mun ég gera þjáningu þína er þú verður barnshafandi. Með þraut skaltu börn fæða, samt skaltu hafa löngun til manns þíns en hann skal drottna yfir þér.
Studiere Fyrsta Mósebók 3:16
5
Fyrsta Mósebók 3:19
Í sveita þíns andlitis skaltu brauðs þíns neyta þar til þú hverfur aftur til jarðarinnar því af henni ertu tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa.
Studiere Fyrsta Mósebók 3:19
6
Fyrsta Mósebók 3:17
Við Adam sagði hann: Vegna þess að þú hlýddir röddu konu þinnar og ást af trénu sem ég bannaði þér að eta af, þá sé akurlendið bölvað þín vegna. Með erfiði skaltu hafa viðurværi af því alla þína ævidaga.
Studiere Fyrsta Mósebók 3:17
7
Fyrsta Mósebók 3:11
Hann sagði: „Hver sagði þér að þú værir nakinn? Hefur þú etið af trénu sem ég bannaði þér að eta af?“
Studiere Fyrsta Mósebók 3:11
8
Fyrsta Mósebók 3:24
Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Eden og loga hins sveipanda sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré.
Studiere Fyrsta Mósebók 3:24
9
Fyrsta Mósebók 3:20
Adam nefndi konu sína Evu því að hún varð móðir allra sem lifa.
Studiere Fyrsta Mósebók 3:20
Home
Bibel
Lesepläne
Videos