Fyrsta Mósebók 14
14
Abram fer í stríð
1Þegar Amrafel var konungur í Sínear, Aríok konungur í Ellasar, Kedorlaómer konungur í Elam og Tídal konungur í Gojím 2herjuðu þeir á Bera, konung í Sódómu, Birsa, konung í Gómorru, Sínab, konung í Adma, Semeber, konung í Sebóím, og konunginn í Bela, það er Sóar. 3Þeir bjuggust til varnar í Siddímdalnum en þar er nú Saltisjór.#14.3 Nú nefnt Dauðahafið. 4Í tólf ár höfðu þeir verið lýðskyldir Kedorlaómer, á hinu þrettánda höfðu þeir gert uppreisn 5og á fjórtánda ári kom Kedorlaómer og þeir konungar sem með honum voru og sigruðu Refaíta í Asterót-Karnaím, Súsíta í Ham, Emíta á Kirjataímvöllum 6og Hóríta á fjalllendi þeirra í Seír, allt til El-Paran sem er við eyðimörkina. 7Þaðan sneru þeir til En-Mispat, það er Kades, og gereyddu land Amalekíta og Amoríta sem bjuggu í Hasason-Tamar.
8Þá lögðu þeir af stað, konungurinn í Sódómu, konungurinn í Gómorru, konungurinn í Adma, konungurinn í Sebóím og konungurinn í Bela, það er Sóar, og bjuggust til bardaga á Siddímvöllum 9gegn Kedorlaómer, konungi í Elam, Tídal, konungi í Gojím, Amrafel, konungi í Sínear, og Aríok, konungi í Ellasar, fjórir konungar móti fimm.
10Svo háttaði í Siddímdal að þar var hver jarðbiksgröfin við aðra. Konungarnir í Sódómu og Gómorru lögðu nú á flótta og féllu ofan í þær en hinir flýðu til fjalla. 11Konungarnir fjórir tóku allan auð Sódómu og Gómorru og allar vistir þeirra og fóru síðan. 12Þeir tóku einnig Lot, frænda Abrams, og eignir hans og fóru síðan, en hann átti heima í Sódómu.
13Nú kom maður af flóttanum og sagði Hebreanum Abram tíðindin. Hann bjó þá í eikilundi Amorítans Mamre, ættmanns Eskols og Aners, en þeir voru eiðsvarnir bandamenn Abrams. 14Er Abram frétti að frændi hans var hertekinn bauð hann út þrjú hundruð og átján völdum mönnum sínum sem allir voru fæddir í húsi hans og hóf eftirför allt til Dan. 15Hann og menn hans skiptu liði að næturþeli og sigruðu þá og ráku flóttann allt til Hóba fyrir norðan Damaskus. 16Hann sneri við svo búið heim aftur með allar eigurnar og Lot frænda sinn og fjármuni hans, konur og vinnufólk.
Melkísedek í Salem (Jerúsalem)
17Er Abram sneri heim aftur eftir sigurinn á Kedorlaómer konungi og konungum þeim er með honum voru gekk konungurinn í Sódómu út á móti honum í Savedal, þ.e. Kóngsdal. 18Og Melkísedek, konungur í Salem, bar fram brauð og vín. Var hann prestur Hins hæsta Guðs. 19Hann blessaði Abram og sagði:
Blessaður sé Abram af Hinum hæsta Guði,
skapara himins og jarðar.
20Og lofaður sé Hinn hæsti Guð
sem gaf óvini þína þér í hendur.
Og Abram gaf honum tíund af öllu.
21Þá sagði konungurinn í Sódómu við Abram: „Láttu mig halda fólkinu en taktu eigurnar.“
22Abram mælti við konunginn í Sódómu: „Ég sver þess eið við Drottin, Hinn hæsta Guð, skapara himins og jarðar, 23að ég tek hvorki þráð né skóþveng af öllu sem þú átt svo að þú skulir ekki segja: Ég hef gert Abram ríkan.
24Sjálfur tek ég ekkert nema það sem menn mínir hafa neytt og hlut þeirra manna sem með mér fóru. Þeir Aner, Eskol og Mamre skulu taka sinn hlut.“
Jelenleg kiválasztva:
Fyrsta Mósebók 14: BIBLIAN07
Kiemelés
Megosztás
Másolás
Szeretnéd, hogy a kiemeléseid minden eszközödön megjelenjenek? Regisztrálj vagy jelentkezz be
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007
Fyrsta Mósebók 14
14
Abram fer í stríð
1Þegar Amrafel var konungur í Sínear, Aríok konungur í Ellasar, Kedorlaómer konungur í Elam og Tídal konungur í Gojím 2herjuðu þeir á Bera, konung í Sódómu, Birsa, konung í Gómorru, Sínab, konung í Adma, Semeber, konung í Sebóím, og konunginn í Bela, það er Sóar. 3Þeir bjuggust til varnar í Siddímdalnum en þar er nú Saltisjór.#14.3 Nú nefnt Dauðahafið. 4Í tólf ár höfðu þeir verið lýðskyldir Kedorlaómer, á hinu þrettánda höfðu þeir gert uppreisn 5og á fjórtánda ári kom Kedorlaómer og þeir konungar sem með honum voru og sigruðu Refaíta í Asterót-Karnaím, Súsíta í Ham, Emíta á Kirjataímvöllum 6og Hóríta á fjalllendi þeirra í Seír, allt til El-Paran sem er við eyðimörkina. 7Þaðan sneru þeir til En-Mispat, það er Kades, og gereyddu land Amalekíta og Amoríta sem bjuggu í Hasason-Tamar.
8Þá lögðu þeir af stað, konungurinn í Sódómu, konungurinn í Gómorru, konungurinn í Adma, konungurinn í Sebóím og konungurinn í Bela, það er Sóar, og bjuggust til bardaga á Siddímvöllum 9gegn Kedorlaómer, konungi í Elam, Tídal, konungi í Gojím, Amrafel, konungi í Sínear, og Aríok, konungi í Ellasar, fjórir konungar móti fimm.
10Svo háttaði í Siddímdal að þar var hver jarðbiksgröfin við aðra. Konungarnir í Sódómu og Gómorru lögðu nú á flótta og féllu ofan í þær en hinir flýðu til fjalla. 11Konungarnir fjórir tóku allan auð Sódómu og Gómorru og allar vistir þeirra og fóru síðan. 12Þeir tóku einnig Lot, frænda Abrams, og eignir hans og fóru síðan, en hann átti heima í Sódómu.
13Nú kom maður af flóttanum og sagði Hebreanum Abram tíðindin. Hann bjó þá í eikilundi Amorítans Mamre, ættmanns Eskols og Aners, en þeir voru eiðsvarnir bandamenn Abrams. 14Er Abram frétti að frændi hans var hertekinn bauð hann út þrjú hundruð og átján völdum mönnum sínum sem allir voru fæddir í húsi hans og hóf eftirför allt til Dan. 15Hann og menn hans skiptu liði að næturþeli og sigruðu þá og ráku flóttann allt til Hóba fyrir norðan Damaskus. 16Hann sneri við svo búið heim aftur með allar eigurnar og Lot frænda sinn og fjármuni hans, konur og vinnufólk.
Melkísedek í Salem (Jerúsalem)
17Er Abram sneri heim aftur eftir sigurinn á Kedorlaómer konungi og konungum þeim er með honum voru gekk konungurinn í Sódómu út á móti honum í Savedal, þ.e. Kóngsdal. 18Og Melkísedek, konungur í Salem, bar fram brauð og vín. Var hann prestur Hins hæsta Guðs. 19Hann blessaði Abram og sagði:
Blessaður sé Abram af Hinum hæsta Guði,
skapara himins og jarðar.
20Og lofaður sé Hinn hæsti Guð
sem gaf óvini þína þér í hendur.
Og Abram gaf honum tíund af öllu.
21Þá sagði konungurinn í Sódómu við Abram: „Láttu mig halda fólkinu en taktu eigurnar.“
22Abram mælti við konunginn í Sódómu: „Ég sver þess eið við Drottin, Hinn hæsta Guð, skapara himins og jarðar, 23að ég tek hvorki þráð né skóþveng af öllu sem þú átt svo að þú skulir ekki segja: Ég hef gert Abram ríkan.
24Sjálfur tek ég ekkert nema það sem menn mínir hafa neytt og hlut þeirra manna sem með mér fóru. Þeir Aner, Eskol og Mamre skulu taka sinn hlut.“
Jelenleg kiválasztva:
:
Kiemelés
Megosztás
Másolás
Szeretnéd, hogy a kiemeléseid minden eszközödön megjelenjenek? Regisztrálj vagy jelentkezz be
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007