1
Jóhannesarguðspjall 6:35
Biblían (1981)
BIBLIAN81
Jesús sagði þeim: “Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.
مقایسه
Jóhannesarguðspjall 6:35 را جستجو کنید
2
Jóhannesarguðspjall 6:63
Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.
Jóhannesarguðspjall 6:63 را جستجو کنید
3
Jóhannesarguðspjall 6:27
Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því á hann hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett innsigli sitt.”
Jóhannesarguðspjall 6:27 را جستجو کنید
4
Jóhannesarguðspjall 6:40
Því sá er vilji föður míns, að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf, og ég mun reisa hann upp á efsta degi.”
Jóhannesarguðspjall 6:40 را جستجو کنید
5
Jóhannesarguðspjall 6:29
Jesús svaraði þeim: “Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann, sem hann sendi.”
Jóhannesarguðspjall 6:29 را جستجو کنید
6
Jóhannesarguðspjall 6:37
Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka.
Jóhannesarguðspjall 6:37 را جستجو کنید
7
Jóhannesarguðspjall 6:68
Símon Pétur svaraði honum: “Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs
Jóhannesarguðspjall 6:68 را جستجو کنید
8
Jóhannesarguðspjall 6:51
Ég er hið lifandi brauð, sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs.”
Jóhannesarguðspjall 6:51 را جستجو کنید
9
Jóhannesarguðspjall 6:44
Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, dragi hann, og ég mun reisa hann upp á efsta degi.
Jóhannesarguðspjall 6:44 را جستجو کنید
10
Jóhannesarguðspjall 6:33
Brauð Guðs er sá, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.”
Jóhannesarguðspjall 6:33 را جستجو کنید
11
Jóhannesarguðspjall 6:48
Ég er brauð lífsins.
Jóhannesarguðspjall 6:48 را جستجو کنید
12
Jóhannesarguðspjall 6:11-12
Nú tók Jesús brauðin, gjörði þakkir og skipti þeim út til þeirra, sem þar sátu, og eins af fiskunum, svo mikið sem þeir vildu. Þegar þeir voru mettir, segir hann við lærisveina sína: “Safnið saman leifunum, svo ekkert spillist.”
Jóhannesarguðspjall 6:11-12 را جستجو کنید
13
Jóhannesarguðspjall 6:19-20
Þegar þeir höfðu róið hér um bil tuttugu og fimm eða þrjátíu skeiðrúm, sáu þeir Jesú gangandi á vatninu og nálgast bátinn. Þeir urðu hræddir, en hann sagði við þá: “Það er ég, óttist eigi.”
Jóhannesarguðspjall 6:19-20 را جستجو کنید
خانه
كتاب مقدس
برنامههای مطالعه
ویدیوها