Fyrsta Mósebók 5
5
Ættartala frá Adam til Nóa
1Þetta er ættarskrá Adams:
Þegar Guð skapaði Adam, gjörði Guð hann sér líkan. 2Hann skóp þau mann og konu og blessaði þau og nefndi þau menn, er þau voru sköpuð.
3Adam lifði hundrað og þrjátíu ár. Þá gat hann son í líking sinni, eftir sinni mynd, og nefndi hann Set. 4Og dagar Adams, eftir að hann gat Set, voru átta hundruð ár, og hann gat sonu og dætur. 5Og allir dagar Adams, sem hann lifði, voru níu hundruð og þrjátíu ár. Þá dó hann.
6Þegar Set var orðinn hundrað og fimm ára gamall gat hann Enos. 7Eftir að Set gat Enos lifði hann átta hundruð og sjö ár og gat sonu og dætur. 8Og allir dagar Sets voru níu hundruð og tólf ár, þá andaðist hann.
9Enos var níutíu ára, er hann gat Kenan. 10Og eftir að Enos gat Kenan lifði hann átta hundruð og fimmtán ár og gat sonu og dætur. 11Og allir dagar Enoss voru níu hundruð og fimm ár, þá andaðist hann.
12Þá er Kenan var sjötíu ára, gat hann Mahalalel. 13Og Kenan lifði, eftir að hann gat Mahalalel, átta hundruð og fjörutíu ár og gat sonu og dætur. 14Og allir dagar Kenans urðu níu hundruð og tíu ár, þá andaðist hann.
15Er Mahalalel var sextíu og fimm ára, gat hann Jared. 16Og Mahalalel lifði, eftir að hann gat Jared, átta hundruð og þrjátíu ár og gat sonu og dætur. 17Og allir dagar Mahalalels voru átta hundruð níutíu og fimm ár, þá andaðist hann.
18Er Jared var hundrað sextíu og tveggja ára, gat hann Enok. 19Og Jared lifði, eftir að hann gat Enok, átta hundruð ár og gat sonu og dætur. 20Og allir dagar Jareds voru níu hundruð sextíu og tvö ár, þá andaðist hann.
21Er Enok var sextíu og fimm ára, gat hann Metúsala. 22Og eftir að Enok gat Metúsala gekk hann með Guði þrjú hundruð ár og gat sonu og dætur. 23Og allir dagar Enoks voru þrjú hundruð sextíu og fimm ár. 24Og Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt.
25Er Metúsala var hundrað áttatíu og sjö ára, gat hann Lamek. 26Og Metúsala lifði, eftir að hann gat Lamek, sjö hundruð áttatíu og tvö ár og gat sonu og dætur. 27Og allir dagar Metúsala voru níu hundruð sextíu og níu ár, þá andaðist hann.
28Er Lamek var hundrað áttatíu og tveggja ára, gat hann son. 29Og hann nefndi hann Nóa og mælti: “Þessi mun hugga oss í erfiði voru og striti handa vorra, er jörðin, sem Drottinn bölvaði, bakar oss.” 30Og Lamek lifði, eftir að hann gat Nóa, fimm hundruð níutíu og fimm ár og gat sonu og dætur. 31Og allir dagar Lameks voru sjö hundruð sjötíu og sjö ár, þá andaðist hann.
32Og er Nói var fimm hundruð ára, gat hann Sem, Kam og Jafet.
Kasalukuyang Napili:
Fyrsta Mósebók 5: BIBLIAN81
Haylayt
Ibahagi
Kopyahin
Gusto mo bang ma-save ang iyong mga hinaylayt sa lahat ng iyong device? Mag-sign up o mag-sign in
Icelandic Bible © Icelandic Bible Society, 1981.