1
Markúsarguðspjall 13:13
Biblían (1981)
BIBLIAN81
Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.
Compare
Explore Markúsarguðspjall 13:13
2
Markúsarguðspjall 13:33
Verið varir um yður, vakið! Þér vitið ekki, nær tíminn er kominn.
Explore Markúsarguðspjall 13:33
3
Markúsarguðspjall 13:11
Þegar menn taka yður og draga fyrir rétt, hafið þá ekki fyrirfram áhyggjur af því, hvað þér eigið að segja, heldur talið það, sem yður verður gefið á þeirri stundu. Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur heilagur andi.
Explore Markúsarguðspjall 13:11
4
Markúsarguðspjall 13:31
Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Explore Markúsarguðspjall 13:31
5
Markúsarguðspjall 13:32
En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn.
Explore Markúsarguðspjall 13:32
6
Markúsarguðspjall 13:7
En þegar þér spyrjið hernað og ófriðartíðindi, þá skelfist ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.
Explore Markúsarguðspjall 13:7
7
Markúsarguðspjall 13:35-37
Vakið því, þér vitið ekki, nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi, þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!”
Explore Markúsarguðspjall 13:35-37
8
Markúsarguðspjall 13:8
Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftar á ýmsum stöðum og hungur. Þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
Explore Markúsarguðspjall 13:8
9
Markúsarguðspjall 13:10
En fyrst á að prédika öllum þjóðum fagnaðarerindið.
Explore Markúsarguðspjall 13:10
10
Markúsarguðspjall 13:6
Margir munu koma í mínu nafni og segja: ‘Það er ég!’ og marga munu þeir leiða í villu.
Explore Markúsarguðspjall 13:6
11
Markúsarguðspjall 13:9
Gætið að sjálfum yður. Menn munu draga yður fyrir dómstóla, í samkundum verðið þér húðstrýktir, og þér munuð leiddir fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna, þeim til vitnisburðar.
Explore Markúsarguðspjall 13:9
12
Markúsarguðspjall 13:22
Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra tákn og undur til að leiða afvega hina útvöldu ef orðið gæti.
Explore Markúsarguðspjall 13:22
13
Markúsarguðspjall 13:24-25
En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast.
Explore Markúsarguðspjall 13:24-25
Home
Bible
Plans
Videos